Leturstærð:   

Öryggisíbúðir  Myndband
 
Öryggisíbúðir
Öryggisíbúðirnar eru 52 til 125 m² að stærð í fjögurra hæða húsi með kjallara. Í hverri íbúð eru stofa, eldhús, bað, 1-2 svefnherbergi og rúmgóðar svalir. Hverri íbúð fylgir sérgeymsla í kjallara.
 
Öllum íbúðum fylgir aðgangur að sameign þar sem eru m.a. breiðir gangar með handriðum, setustofur, gestaíbúðir, hjólageymslur, sorpgeymsla, bílastæði, garður og fleira. Íbúðirnar eru góður kostur fyrir einstaklinga og hjón sem eiga kost
á aðstoð frá heimaþjónustu og/eða heimahjúkrun og vilja búa í litlum
eða rúmgóðum íbúðum..

Sjá nánar.
Raðhúsaíbúðir  Myndband
 
Raðhúsaíbúðir
Í raðhúsaíbúðum verður stefnt að því
að skapa andrúmsloft fyrir heilsuhrausta einstaklinga og hjón sem vilja sameina það að búa sem lengst í sérbýli, en hafa engu að síður aðgang að því öryggi sem fylgir þjónustumiðstöð og nálægð við samferðafólk.
 
Í boði eru tvær stærðir af raðhúsaíbúðum, 94 m2 íbúð í
sérbýli með bílastæði og 125 m2 íbúð
í sérbýli með bílastæði og bílgeymslu. Raðhúsin eru staðsett við Stapavelli
og eru öll á einni hæð með sérinngangi, hellulagðri innkeyrslu og/eða bílageymslu..

Sjá nánar.
Þjónustumiðstöð
 
Þjónustumiðstöð
Markmið þeirra, sem standa að uppbyggingu og þjónustu á Nesvöllum, er að auka lífsgæði íbúa á svæðinu og annarra eldri borgara í Reykjanesbæ.
 
Þjónustumiðstöðin er hjarta Nesvalla. Hér er aðstaðan fyrsta flokks og aðgengileg öllum. Hér geta allir eldri íbúar Reykjanesbæjar sótt þjónustu, samveru og skemmtun. Félagsþjónusta Reykjanesbæjar er til húsa í þjónustumiðstöðinni og stór hluti félags- og tómstundastarfs aldraðra á vegum bæjarfélagsins..

Sjá nánar.