Leturstærð:   


á Nesvöllum eru tilvalinn kostur fyrir þá sem

  • vilja minnka við sig húsnæði
  • vilja njóta sjálfstæðis í eigin húsnæði en þurfa aðstoð
  • vilja eiga kost á aðstoð frá heimaþjónustu/heimahjúkrun
  • vilja eiga auðveldan aðgang að þjónustumiðstöð
  • vilja njóta samvista við samferðafólk á svæðinu

Öryggisíbúðir 52 til 125 m²,að stærð í fjögurra hæða húsi með kjallara. Í hverri íbúð eru stofa, eldhús, bað, 1-2 svefnherbergi og 7 m², svalir. Hverri íbúð fylgir sérgeymsla í kjallara. Öllum íbúðum fylgir aðgangur að sameign þar sem eru m.a. breiðir gangar með handriðum, setustofur, gestaíbúðir, hjólageymslur, sorpgeymsla, bílastæði, garður og fleira.

Íbúðirnar eru góður kostur fyrir einstaklinga og hjón sem eiga kost á aðstoð frá heimaþjónustu og/eða heimahjúkrun og vilja búa í litlum eða rúmgóðum íbúðum í öruggum tengslum við þjónustu í boði í þjónustumiðstöð. Innangengt verður frá öryggisíbúðum í þjónustu- og félagsmiðstöð sem auðveldar íbúum til muna að nýta sér félagsstarf, veitingar og aðra þjónustu sem þar verður í boði.

Í öryggisíbúðum verður lögð áhersla á að nýta beina tengingu við þjónustumiðstöð og nýta sameign til þess að gefa íbúum tækifæri til að búa áfram í eigin íbúð með fullri þjónustu og njóta jafnframt fyllsta öryggis.