Leturstærð:   

Lýsing á frágangi öryggisíbúða

* Steinsteypt hús, einangrað og klætt með ljósum og dökkum keramik flísum að utan
* Varanlegir álgluggar og hurðir, með útloftun. Rafmagnshurðir í inngangi
* Fullfrágengið útivistarsvæði, garður með gróðri, hellulögn og útilýsing
* Hellulagt að inngangi m/snjóbræðslu og göngustígatengingum

* Síma-, loftnets- og tölvutenglar í stofu og svefnherbergjum
* Sameiginlegt sjónvarpskerfi
* Samrofi fyrir öll ljós og tengla í íbúð við andyri
* Mynddyrasími  í stofu og svefnherbergi
* Neyðarlýsing á öllum göngum

* Lofthæð íbúða 2,7 metrar (almennt 2,5 metrar)
* Innra skipulag og uppröðun búnaðar tekur mið af rýmisþörf fyrir eldra fólk
        o Hurðir breiðar, með felliþröskuldum
        o Rennihurðir á bað- og svefnherbergi
        o Sturtubotn og gólf í sama fleti, með hitastýrðum tækjum og stuðningsslám
        o Stórar lyftur og breiðir gangar með handlistum til stuðnings 
* Dúkur á gólfum, gólfhiti í öllum íbúðum með stillingu í hverju herbergi 
* Innréttingar og innihurðir spónlagt með hvítaðri eik
* Útveggir, innveggir og loft fínpússuð og hvítmáluð
* Glerklæddar einkasvalir við hverja íbúð, stálhandrið með lituðu gleri, útilýsingu og tengli
* Sér merkt andyri við hverja íbúð með viðarklæðningu
* Vandað baðherbergi með eikar innréttingu, þvottavél og þurrkara
* Aðgengilegt eldhús með borðkrók og hemilistækjum, sbr. uppþvottavél, örbylgjuofn, ísskápur, eldavél, bakarofn og vifta
* Handlistar á öllum göngum

* Sérgeymsla í kjallara fyrir hverja íbúð
* Sameiginlegt þvottahús á 1. hæð og útigeymsla við inngang á 1. hæð
* Sameiginlegar setustofur með stórum glugga á hverri hæð
* Sameiginlegar gestaíbúðir í kjallara
* Sameiginlegar útisvalir á 3. hæð

* Snjóbræddir og upplýstir göngustígar frá þjónustumiðstöð
* Aðgangur að útivistarsvæði með:
       o Púttvelli, listgarði, útigrillaðstöðu, vatnslistaverki, útileikhúsi, íþróttasvæði, og fl.
* Innangengt á 1. hæð í þjónustu sem í boði verður í þjónustumiðstöð
       o Matur og veitingar
       o Heilbrigðisþjónusta og heimaþjónusta
       o Félags- og tómstundastarf
       o Dagdvöl
       o Heilsulind og snyrtiþjónusta
       o Ýmis þjónusta, sbr. fjármál, ferðaþjónusta, og fleira