Leturstærð:   

 


á Nesvöllum eru tilvalinn kostur fyrir þá sem

  • vilja minnka við sig húsnæði og komast í hentuga stærð í sérbýli
  • vilja njóta kosta sem sérbýli veitir, t.d. garðs og verandar
  • vilja losna við fyrirhöfn af rekstri fasteignar
  • vilja huga að framtíðinni
  • vilja njóta öryggis af nálægð við þjónustumiðstöðina
  • vilja eiga greiðan aðgang að fjölbreyttri þjónustu Nesvalla
  • vilja njóta samvista við samferðafólk á svæðinu

Í raðhúsaíbúðum er stefnt að því að skapa andrúmsloft fyrir heilsuhrausta einstaklinga og hjón sem vilja sameina það að búa sem lengst í sérbýli, en hafa engu að síður aðgang að því öryggi sem fylgir þjónustumiðstöð og nálægð við samferðafólk.

Í boði eru tvær stærðir af raðhúsaíbúðum, 94 m², íbúð í sérbýli með bílastæði og 125 m², íbúð í sérbýli með bílastæði og bílgeymslu. Raðhúsin eru staðsett við Stapavelli og eru öll á einni hæð með sérinngangi, hellulagðri innkeyrslu og/eða bílageymslu, ásamt timburlagðri verönd sem snýr í suðurátt og hellulögðum bakgarði. Raðhúsin eru í tveimur stærðum. Þau stærri eru 125 m², þriggja herbergja með bílskúr, en þau minni eru 94 m², tveggja herbergja og eru án bílskúrs.
Tvær gerðir eru af stærri húsunum. Í gerð A, snýr stofa og eldhús þeim megin sem aðkoma hússins er, en í gerð B, snúa herbergin þeim megin sem aðkoman er. Allar raðhúsaíbúðir verða með sérinngangi að framan og um þvottahús í baklóð og inngangi frá verönd. Húsin eru staðsteypt hús á einni hæð. Öll herbergi og gangar eru rúmgóð og gert ráð fyrir að auðvelt sé að komast um húsakynnin með hjálpartækjum ef þess þarf. Öll heimilistæki og öryggiskerfi eru innifalin í leiguverði. Fyrirhöfn við rekstur fasteignar er enginn enda fasteignagjöld, lóðarleiga, viðhald og tryggingar innifalin.

Séraðkoma er að raðhúsabyggðinni sem standa við Stapavelli, en þjónustumiðstöðin er í um 200 m fjarlægð. Að henni liggja upplýstir og snjóbræddir stígar án þrepa í gegnum fallegt útvistarsvæði og skrúðgarð Nesvalla. Þjónustumiðstöðin er hjarta Nesvalla þar sem opinberir aðilar og einkaaðilar bjóða fjölbreyta þjónustu.