Leturstærð:   

Lýsing á frágangi raðhúsa

* Steinsteypt hús með keramik flísum, steiningu og pússuðu yfirborði
* Varanleg efni í PVC gluggum/hurðum með álstyrktarkerfi og sólstoppgleri
* Harðviðarklædd verönd með tvöfaldri svalahurð og tengingu fyrir pott
* Fullfrágengin garður með gróðri, hellulögn og útilýsingu
* Hellulögð innkeyrsla m/snjóbræðslu og göngustígum
* Steyptir skjólveggir og sorptunnugeymsla
* Flísalögð bílageymsla, innangeng m/ sjálfvirkum hurðaopnara

* Síma-, loftnets- og tölvutenglar í stofu og svefnherbergjum
* Sameiginlegt ljósleiðara og sjónvarpskerfi í íbúðahverfinu
* Öll loftljós (nem í stofu) fylgja
* Öryggiskerfi með hreyfiskynjurum
* Brunaviðvörunarkerfi og skynjarar í öllum herbergjum, slökkvitæki i og brunateppi

* Innanhússskipulag og uppröðun búnaðar tekur mið af þörfum eldra fólks
   - Hurðir breiðar með felliþröskuldum
   - Rennihurðir í svefnherbergjum
   - Sturtubotn og gólf í sama fleti, með hitastýrðum tækjum og stuðningsslám
* Lofthæð 3-4 metrar í stofu, 2,7 m í herbergjum
* Flísar í stofu/eldhúsi/baði/forstofu, en parket í herbergi.
* Gólfhiti í öllum herbergjum með stillingu í hverju herbergi
* Innréttingar og innihurðir úr spónlagðri eik
* Veggir og loft fínpússuð og hvítmáluð, flísalagt bað og þvottahús
* Vinnuborð með vaski í bílsúr
* Allar tengingar tilbúnar fyrir heitan pott á verönd

* Vandað flísalagt baðherbergi og þvottahús með þvottavél og þurrkari
* Aðgengileg eldhúsinnrétting, bað- og þvottahúsinnrétting
* Uppþvottavél, örbylgjuofn, ísskápur, eldavél, bakaraofn og vifta fylgja með eldhúsi
* Sérgeymsla með símatengli í hverju húsi (mögulegt að nýta sem vinnuherbergi)

* Snjóbræddir og upplýstir göngustígar að þjónustumiðstöð
* Aðgangur að útivistarsvæði með:
   - Púttvelli, listgarði, útigrillaðstöðu, vatnslistaverki, útileikhúsi, íþróttasvæði, og fl.
* Aðgangur að þjónustu í þjónustumiðstöð
   - Heilbrigðisþjónusta og heimaþjónusta

   - Félags- og tómstundastarf
   - Dagdvöl
   - Heilsulind og snyrtiþjónusta
   - Matur og veitingar
   - Ýmis þjónusta, sbr. fjármál, ferðaþjónusta, og fleira