Leturstærð:   

 

Markmið þeirra, sem standa að uppbyggingu og þjónustu á Nesvöllum, er að auka lífsgæði íbúa á svæðinu og annarra eldri borgara í Reykjanesbæ.

Þjónustumiðstöðin er hjarta Nesvalla. Hér er aðstaðan fyrsta flokks og aðgengileg öllum. Hér geta allir eldri íbúar Reykjanesbæjar sótt þjónustu, samveru og skemmtun.

Hluti af félagsþjónusta Reykjanesbæjar er til húsa í þjónustumiðstöðinni og stór hluti  tómstundastarfs aldraðra á vegum bæjarfélagsins fer fram í glæsilegum húsakynnum Nesvalla. Hér er einnig dagvist aldraðra við góðan kost.

Stór og bjartur og veitingastaður, sem býður íbúum svæðisins og gestum heimilismat, er á fyrstu hæðinni. Þar er einnig aðstaða til ýmissa uppákoma, veisluhalds og skemmtana. Útgengt er á verönd og þaðan á skjólgott og fallegt útvistarsvæði Nesvalla, þar sem m.a. er skrúðgarður og fleira.

Ýmis heilsutengd þjónusta er í boði á Nesvöllum svo sem heilsulind með fullbúnum líkamsræktarsal og sjúkraþjálfun þaðan er einnig útgengt á útvistarsvæði Nesvalla., einnig er í þjónustumiðstöðinni  snyrtistofa og hárgreiðslustofa.

Nesvellir eru skemmtilegt samfélag þar sem öll aðstaða, þjónusta og umgjörð eru til þess gerð að notendur þjónustunnar skapi í samstarfi við starfsfólk einstaka menningu – Nesvallamenningu.

Sími á þjónustuborði Nesvalla er: 420 3400

Hér er hægt að nálgast hið stórskemmtilega blað okkar um þjónustumiðstöðina, en blaðið greinir frá þeim aðilum sem veita þjónustu í þjónustumiðstöðinni og viðtölum við aðila sem þiggja þjónustu þar. Einnig er hægt að fá blaðið sent til sín með pósti og þá er best að senda fyrirspurn hér.