Leturstærð:   


Glæsileg raðhús til sölu

Til að bregðast við ákveðinni eftirspurn markaðarins, hafa Nesvellir ákveðið að auglýsa laus raðhús við Stapavelli til sölu á almennum markaði. Áhugasamir geta haft samband við fasteignasölurnar: Ásberg, Stuðlaberg og Eignamiðlun Suðurnesja, sem hafa milligöngu með sölu húsanna. Þetta eru falleg steinsteypt raðhús, sem eru fullfrágengin og seljast með öllum tækjum s.s eins og uppþvottavél, ísskáp, þvottavél, þurrkara og örbylgjuofni. Frágangur er einkar vandaður en húsin eru í tveimur stærðarflokkum. Öll hafa þau verönd sem snýr í suður og er hverfið einkar rólegt. Umhverfi og húsin öll eru hönnuð með þarfir eldri borgara í huga. Stutt er í þjónustumiðstöð Nesvalla.

 Til baka