Leturstærð:   


Læknisþjónusta á Nesvöllum

Á dögunum hóf Sigurður Árnason læknir og sérfræðingur í krabbameinslækningum, móttöku skjólstæðinga sinna á Heilsustöð Nesvalla sem staðsett er á 2. hæð í þjónustumiðstöðinni. Sigurður verður með móttöku a.m.k. einu sinni í viku, á fimmtudögum og fara tímabókanir fram á þjónustuborði eða í síma 420 3400. Það er okkur mikil ánægja að fá Sigurð í húsið og er það von okkar að fleiri læknar sjái sér hag í því að reka læknastofu sína á Nesvöllum, þar sem aðstaða til slíks reksturs er mjög góð. Áfram er stefnt að því að hjúkrunarfræðingur frá HSS verði með móttöku einu sinni í viku á Nesvöllum, en nánari tímasetning á þeirri ráðstöfun er ekki orðin ljós.Til baka