Leturstærð:   


Velheppnuð tískusýning á Nesvöllum

Föstudaginn 15. maí var haldin glæsileg tískusýning á Nesvöllum.

Það voru 10 eldri borgarar sem sýndu sumartískuna 2009 og var fatnaðurinn frá Kóda, K-sport, SI-verslun og Útivist og sport.

Á sýningunni mátti sjá flottan sumarfatnað sem sýningarfólkið klæddist og sýndi með tilburðum eins og þau hefðu aldrei gert neitt annað en sýna fatnað.
Um 140 manns sóttu þessa ágætu skemmtun. Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni

        Til baka