Leturstærð:   

Nesvellir eiga engan sinn líka

Nesvellir eru meira en hefðbundið íbúðasvæði eða þjónustuíbúðir fyrir fólk sem náð hefur a.m.k. 55 ára aldri og er barnlaust. Við rekstur svæðisins er lögð áhersla á að vinna stöðugt að umbótum í þeim tilgangi að uppfylla þarfir og væntingar íbúa með það að leiðarljósi að bjóða aðstöðu og félagsstarf sem íbúar Reykjanesbæjar vilja hafa aðgang að.

Heildstæð lausn

Nesvellir eru einstakur kostur fyrir eldri íbúa af því að þar er verið að setja saman heildstæða lausn sem uppfyllir þarfir sem flestra, hvort sem í hlut eiga eru fullhraustir einstaklingar/hjón, sem vilja, og geta rekið eigið heimili, eða þeir sem þurfa á einhverri aðstoð að halda. 
Í raðhúsaíbúðum er stefnt að því að skapa andrúmsloft fyrir þá sem vilja sameina það að búa sem lengst í sérbýli, en hafa engu að síður aðgang að því öryggi sem fylgir þjónustumiðstöð og nálægð við samferðafólk. Í öryggisíbúðum og fjölbýli er meiri áhersla á að nýta beina tengingu við þjónustumiðstöð og nýta sameign til þess að gefa fólki tækifæri til að búa áfram í eigin íbúð með fullri þjónustu og því öryggi sem fylgir því.

Aðstaða í boði á Nesvöllum er þrenns konar:

  1. Íbúðir
  2. Þjónustu- og félagsmiðstöð
  3. Útivistarsvæði

1.  Íbúðir:

Í fyrsta áfanga framkvæmda á Nesvöllum er fólki boðið að leigja  raðhús eða öryggisíbúðir en síðar er fyrirhugað að bjóða einnig til leigu íbúðir í fjölbýlishúsum og á hjúkrunarheimili.

Allar íbúðir eru glæsilega innréttaðar með vönduðum gólfefnum, klæðningum og innréttingum og eru jafnframt hannaðar sérstaklega til þess að gera öll heimilisstörf sem auðveldust.

Allar íbúðir eru afhentar til afnota fullbúnar, með vönduðum innréttingum, heimilistækjum og  eigin svölum eða verönd. Lóð, bílastæði og innkeyrslur eru fullfrágengin og íbúar þurfa ekki að hafa áhyggjur af utanhússviðhaldi né vinnu við lóð.

Sjá nánari upplýsingar um hvern íbúðakost með því að smella á:

Raðhús eru 95m2 eða 125m2 í sérbýli á einni hæð. Húsin eru fyrir heilsuhrausta einstaklinga og hjón sem vilja búa í rúmgóðu sérbýli með sérinngangi, innkeyrslu og/eða bílgeymslu, ásamt verönd og litlum garði.

Sjá nánari upplýsingar með því að smella hér.

Öryggisíbúðir eru 52 til 125 m2 með sameign í fjögurra hæða húsi með kjallara. Í hverri íbúð eru stofa, eldhús, bað, 1-2 svefnherbergi og 7 m2 svalir. Hverri íbúð fylgir geymsla í kjallara.

Íbúðirnar eru góður kostur fyrir einstaklinga og hjón sem vilja búa í öruggum tengslum við þjónustu, í litlum eða rúmgóðum íbúðum. Allar íbúðir hafa aðgang að sameign þar sem m.a. eru breiðir gangar með handriðum, setustofur, gestaíbúðir, hjólageymslur, sorpgeymsla, bílastæði og fleira.

Sjá nánari upplýsingar með því að smella hér.

2. Þjónustu- og félagsmiðstöð:

Í þjónustu- og félagsmiðstöð er ein besta aðstaða fyrir félags- og tómstundastarf sem völ er á. Þar er m.a. aðstaða fyrir félagsþjónustu Reykjanesbæjar sem og stór hluti af dagskrá félagsstarfs eldri borgara sem sveitarfélagið veitir. Í boði er skemmtilegt og fræðandi félagsstarf með tómstundum, námskeiðum og heilsurækt.

Sérstök aðstaða er í þjónustumiðstöð fyrir heilsueflingu þar sem fyrirhugað er að bjóða sjúkraþjálfun, leikfimi, líkamsrækt, nudd, snyrtiþjónustu, baðaðstöðu og fleira.

Í þjónustumiðstöð er einnig aðstaða fyrir dagvistun eldri borgara, auk þess sem máltíðir og veitingaþjónusta er í boði. Einnig er  vinnuaðstaða í listasmiðju þar sem íbúum sem og eldri borgurum bæjarins gefst kostur á að stunda tómstundir og hannyrðir.

Sjá nánari upplýsingar með því að smella hér.

Í skipulagi á Nesvallasvæðinu hefur verið  lögð sérstök áhersla á að búa til  ákjósanlega útivistaraðstöðu. Með tilliti til þess hefur byggingum verið raðað upp til þess að mynda skjól, göngustígar verða lagðir á milli húsa, skapað rými fyrir opin svæði og hluti af garði verður grafinn niður um 1-2 metra svo að íbúarnir geti notið útiveru í nánast hvaða veðri sem er.

Á útivistarsvæði er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir íþróttaiðkun, afþreyingu, garðyrkju, gönguferðir og hvað annað sem bætir heilsu og andlega líðan fólks.


Nánari upplýsingar um útivistarsvæðið